Eflum vinnustaðanám – fjölgum tækifærum nemenda

Við hjá PROJECTS viljum minna fyrirtæki á að umsóknarfrestur í vinnustaðanámssjóð er til 13. nóvember n.k. Vinnustaðanámssjóður er hugsaður sem hvatning til fyrirtækja sem vilja sjá fjölgun nemenda í iðn-, verk-, og tækninámi.

Í ár eru góðar fréttir en nemendum sem velja vinnustaðanám fjölgar úr 12% í 16% af heildarfjölda nemenda á fyrsta ári í framhaldsnámi. Því er nú enn mikilvægara en áður að fyrirtæki og stofnanir láti til sín taka og bjóði nemendum námssamninga.

Sækja þarf um styrkinn hjá Rannís, sjá nánar á www.rannis.is. Til að hægt sé að sækja um þarf nemandinn að vera með virkan námssamning. Styrkurinn getur orðið 13 þúsund á viku í allt að 48 vikur og getur greiðsla því að hámarki orðið 624 þúsund fyrir árið 2018 fyrir hvern nemanda.PROJECTS ráðgjöf og þjálfun; breytingarstjórnun; mannauður; umbótaverkefni; verkefnastjóri

PROJECTS býður fram aðstoð við umsóknarferlið – endilega hafið samband við Katrínu.
Netfang: katrin@projects.is
Sími: 625 7595

Nánari upplýsingar um PROJECTS.