PROJECTS byggir á víðtækri þekkingu og stjórnunarreynslu eigendanna tveggja, Guðnýjar og Katrínar Dóru. Fyrirtækið var stofnað 2017 og er hér stutt samantekt yfir feril þeirra.

guðný guðjónsdóttir ráðgjafi stjórnendaráðgjafi rekstarráðgjafi fjármálaráðgjafi projects
GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJ.

Guðný er með MBA gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá San Diego State University og BS gráðu frá University of Nevada í Las Vegas í hótelstjórnun. Síðastliðin sextán ár hefur hún sinnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum í íslensku atvinnulífi. Guðný hefur starfað við fjármálastjórnun, fjármögnun, áætlunargerð, hagræðingu, stefnumótun, verkefnastjórnun auk fjölbreyttra mannauðstengdra verkefna.

Guðný var forstjóri Sagafilm frá 2015-2017, fjármálastjóri Sagafilm frá 2007-2015 og forstöðumaður á fjármálasviði Vodafone frá 2001 til 2007. Fyrir þann tíma starfaði hún í hóteliðnaðinum til margra ára. Guðný hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, bæði hérlendis sem og á Norðurlöndunum og Bretlandi.

Guðný tekur að sér fjölbreytt fjármála- og rekstrartengd verkefni ásamt verkefnastjórnun svo sem áætlanagerð, fjármögnun verkefna, fjárhagslega endurskipulagningu, greiningu og ferlastjórnun, fjárstýringu, sameiningu fyrirtækja og mælaborð stjórnendans.
Hér er hægt að ná í Guðnýju: gudny@projects.is & + 354 822 2513

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir ráðgjafi mannauðsráðgjafi stjórnendaráðgjafi verkefnastjórnun projects
KATRÍN DÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR VÖRUSTJ.

Katrín Dóra er rekstrar- og viðskiptafræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera með kennaramenntun frá Danmörku. Hún hefur fjölbreytta reynslu af stjórnunarstörfum og hefur starfað sem framkvæmda-, fjármála-, mannauðs- og verkefnastjóri. Hún hefur starfað fyrir einkageirann, opinbera geirann og félagasamtök.

Katrín Dóra hefur sem dæmi verið forstöðumaður hugverkaiðnaðarins og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, fjármálastjóri hjá Fjarðabyggð, mannauðsstjóri hjá Norðlenska matborðinu og framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Hún hefur jafnframt mikla reynslu af stjórnarsetu.

Hún tekur að sér fjölbreytt verkefni í stefnumótun, mannauðsmálum, þjálfun og verkefnastjórnun. Þá tekur hún einnig að sér ýmsar greiningar í tengslum við rekstur, breytingarstjórnun og umbótaverkefni.
Hér er hægt að ná í Katrínu: katrin@projects.is & + 354 625 7595

Við hjá PROJECTS vinnum með viðskiptavinum okkar að lausn verkefna. Það getur oft þýtt að þörf er á innkomu fleiri fagaðila. Því höfum við leitað samstarfs við traust fagfólk og bjóðum þannig vandaða, skilvirka og góða þjónustu.

 

PROJECTS, bókhald
GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR AÐALBÓKARI

Guðmunda er aðalbókari hjá PROJECTS.

Hún hefur yfir 15 ára reynslu af bókhaldi og stjórnun og hefur starfað fyrir aðila eins og Korputorgi, Tékkland bifreiðaskoðun, Icetransport og fleiri.