MANNAUÐUR

Við hjá PROJECTS vinnum með viðskiptavinum okkar að því að byggja upp sterkari einingar sem laða að sér öflugt og skapandi starfsfólk. Við aðstoðum við að tryggja að allur aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustaðnum sé í samræmi við lög. Við komum að mótun stefnu og greinum styrkleika fólks í því augnamiði að skapa jákvæða fyrirtækjamenningu og hvetja starfsfólk til dáða.

Þurfið þið aðstoð við að þróa, greina, þjálfa og innleiða nýjungar eða breytingar?
Við hjá PROJECTS erum alltaf til í að setjast niður og sníða lausnir sem henta.
Bókið kynningarfund með okkur, ykkur að kostnaðarlausu.

 Starfsmannastefna

Að hafa skýra starfsmannastefnu er brýnt við stjórnun fyrirtækja og stofnana til að tryggja verkferla og sameiginlegan skilning á vinnulagi. Í lögum 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er fyrirtækjum og stofnunum með yfir 24 starfsmenn beinlínis skylt að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sinni. Starfsmannastefnu er ætlað að taka á ýmsum þáttum s.s. ráðningum, launastefnu, þekkingarmiðlun, öryggismálum, heilsuvernd og jafnréttismálum. Mikilvægt er að starfsmannastefnan sé í góðu samræmi við heildarstefnuna.

 Starfslýsingar, jafnlaunastefna, jafnlaunavottun, uppsagnir og ráðningar

Mikilvægt er að starfslýsingar séu í sem mestu samræmi við raunveruleikann. Það getur verið hluti af starfsmannasamtalinu að uppfæra starfslýsingar. Til að hafa góða yfirsýn við skipulagsbreytingar, nýráðningar og uppsagnir er lykilatriði að starfslýsingar séu vel uppfærðar. Starfslýsingar eru einnig grunnþáttur við gerð jafnlaunastefnu en fyrirtæki og stofnanir með yfir 25 starfsmenn ber brátt skylda til að fá jafnlaunavottun.

Starfsmannasamtöl, launaviðtöl og frammistöðumöt

Við hjálpum ykkur að þróa aðferðir við starfsmannasamtöl, launaviðtöl og frammistöðumöt og þjálfum stjórnendur við framkvæmd og innleiðingu.

Stjórnendaþjálfun

Fyrirtæki og stofnanir vilja byggja upp sterka liðheild þannig að heildin verði sterkari en summa hluta hennar. Rannsóknir sýna að stjórnendur þarfnast oftast aukins stuðnings og þjálfunar og er stjórnendaþjálfun því mikilvæg fyrir framgang fyrirtækisins. Þeir þurfa að geta leiðbeint,  hvatt starfsfólk til dáða og tekið erfið samtöl. PROJECTS þjálfar stjórnendur í að ná betri árangri í mannauðsstjórnun og verkstýringu. Jafnframt bjóðum við upp á einstaklingsþjálfun skv. ,Designing Your Life’ aðferðafræðinni.

Fræðslumál

Það er mikilvægt að símennta starfsfólk til þess að það úreldist ekki. Jafnframt geta fyrirtæki og stofnanir skapað sér samkeppnisforskot ef þau tileinka sér nýsköpunarhugsun jafnvel þó að um sé að ræða hefðbundinn rekstur. Hvernig á að skapa andrúmsloft sem hvetur starfsfólk til nýsköpunar? Við leiðbeinum viðskiptavinum við að móta fræðsluáætlun, kynnum starfavíxl (job rotation), ,coaching’ aðferðir og ,sprint’ stefnur.

Upplýsingagjöf og samskipti

Rétt og vel tímasett upplýsingagjöf er mikilvæg og snertir gagnsæi og jafnræði. Það vefst hins vegar oft fyrir stjórnendum hvað á að koma fram, hvar og hvenær. Starfsfólk upplifir oft að því sé haldið fyrir utan ýmsa mikilvæga þætti. Við aðstoðum við að koma á skýrari upplýsinga- og samskiptaleiðum og innleiðum miðla sem geta auðveldað flæði upplýsinga og samskipta.

Menning fyrirtækja og stofnana

Fyrirtækja- og stofnanamenning er sérstök fyrir hverja einingu. Menningu eininga er ekki breytt á einni nóttu heldur krefst það mikils vilja og stefnufestu. Hvetur menningin í þínu fyrirtæki eða stofnun starfsfólk til að þróast og eflast? Hvernig er ímynd fyrirtækisins eða stofnunarinnar? Við hjálpum við að greina vinnustaðamenninguna, skilgreina viðhorf, gera áætlanir um breytingar og innleiðingu þeirra.

Mannauðsstjóri til leigu

Við erum með mannauðsstjóra til leigu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem þurfa faglega aðstoð við mannauðsmál. Þetta getur hentað vel fyrir minni einingar eða til að losa stjórnendur í önnur verkefni. Þjónustan er klæðskerasniðin fyrir hvern viðskiptavin.

,HRM’ mælaborðið

Það skiptir miklu máli að hafa sem flesta mælikvarða á hreinu til að skynja og skilja betur breytingar. Við stillum upp mælaborði með þeim kvörðum sem skipta máli. Mælingarnar eru sniðnar að þörfum hvers og eins en geta til dæmis verið starfsmannafjöldi, kynjahlutfall, lífaldur, starfsaldur, þjóðerni, starfsmannavelta, veikindahlutföll, hlutfall fjármagns til fræðslumála og launasamanburður.