BREYTINGASTJÓRNUN

Við hjá PROJECTS bjóðum upp á ráðgjöf og verkefnastjórnun þegar breytingar eru fyrirhugaðar hjá  fyrirtækjum og stofnunum. Við slíkar aðstæður er að mörgu að huga. Fjölmarga þætti þarf að samtvinna og oft við erfiðar aðstæður. Starfsfólk er óöruggt um stöðu sína innan sameinaðs félags, framtíðina og stefnu eftir sameiningu. Við slíkar aðstæður er gott að fá inn óháðan aðila sem getur metið stöðuna hlutlaust. Sameining krefst mikillar vinnu og hana þarf að skipuleggja ítarlega ef vel á að takast. Rannsóknir sýna að mismunandi vinnustaðamenning, vöntun á samskiptum og ónóg breytingastjórnun eru þeir þættir sem betur mættu fara í mörgum sameiningum.

Ráðgjafar PROJECTS hafa reynslu að mörgum breytingum, sameiningum og innleiðingu inn í stærri heild. Við leggjum ríka áherslu á að vinna verkþætti hvers verkefnis í náinni samvinnu við viðskiptavini okkar og sníðum lausnir sem henta.
Bókið kynningarfund með okkur, ykkur að kostnaðarlausu.

Teymið kortlagt

Breytingar eru sérlega viðkvæmt mál fyrir starfsfólk. Mikilvægt er að kortleggja sem fyrst hvernig þeim málum er háttað þannig að óvissutímabilið sé sem styðst. Einnig þarf markvisst að fá stjórnendur til að kynnast og byrja að vinna saman á uppbyggilegum nótum.

Vinnustaðamenning

Oft eru hinir óáþreifanlegu þættir erfiðastir viðfangs í sameiningum. Tíðum er um að ræða einingar sem áður hafa verið í samkeppni og er svo ætlað að vinna náið saman. Við slíkar aðstæður verður oft hópamyndun þar sem fólk skilgreinir sig út frá því hvar það vann fyrir sameiningu. Mikilvægt er að byggja upp traust og samvinnu frá upphafi. Þá er gott að styðjast við ákveðna aðferðafræði þar sem vinnustaðamenningin er kortlögð og lögð drög að þróun til framtíðar.

Stefna

Setja þarf skýra stefnu sem allir á sameinuðum vinnustað þekkja til hlýtar og vinna markvisst við að framfylgja. Setja þarf markmið, móta aðgerðaráætlun, forgangsraða og vinna þétt að eftirfylgni við að ná þeim markmiðum.

Rekstrarlíkan

Nauðsynlegt er að greina sem fyrst hvaða skipulag, tækni og ferla er verið að nota á hverjum stað. Skilgreina þarf kosti og galla þessara þátta og þannig meta hvernig samþætting skuli eiga sér stað. Slík vinna getur verið bæði flókin og tímafrek og því mikilvægt að þær ákvarðanir séu skriflegar og teknar í samráði við lykilstarfsfólk. Það auðveldar eftirfylgni og innleiðingu.

Samlegðaráhrif

Fara þarf yfir áætlun og fjárhagslegar niðurstöður liðinna ára, samræma áætlanir og greina hvar hægt er að ná fram sem mestri hagræðingu. Greina þarf viðskiptasambönd og samkomulög við birgja. Tryggja þarf að sameining leiði til þess að bestu verkfærin og vinnubrögðin verði nýtt í sameinaðri einingu.

Markaðs- og kynningarmál

Hver er ný ásýnd sameinaðs félags? Ákveða þarf hverju skal halda og hverju skal breyta. Standa þarf vel að kynningarmálum og tryggja að ný ímynd sé kynnt með jákvæðum hætti bæði út á við sem og inn á við.