STEFNUMÓTUN

Við sem erum ráðgjafar PROJECTS aðstoðum viðskiptavini við að ná árangri með því að setja skýra framtíðarsýn og stefnu þannig að allt starfsfólk stefni í sömu átt. Við trúum því að skýr og markviss stefna hvort, sem er um að ræða heildarsýn eða í skilgreindum verkefnum, sé besta leiðin til að ná árangri. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að móta þá framtíðarsýn og stefnu með aðgengilegri framkvæmdaáætlun til að byggja reksturinn á, auka markaðshlutdeild, afla viðskiptavina og byggja upp tengslanet.

Að hafa skýra og vel kynnta stefnu sem að allir á vinnustaðnum þekkja og skilja, eykur líkurnar á því að ákvarðanir og aðgerðir séu í samræmi við þá stefnu sem sammælst hefur verið um.

Þurfið þið aðstoð við að endurskoða eða móta stefnu?
Við hjá PROJECTS erum alltaf til í að setjast niður og meta stöðuna.
Bókið kynningarfund með okkur, ykkur að kostnaðarlausu.

Hverjir taka þátt í stefnumótun?

Hægt er að nálgast vinnu við mótun stefnu bæði með ,top down’ og ,bottom up’ teymisvinnu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir. Almennt er viðurkennt að sé söluvaran þjónusta eða hugverk geti ,bottom up’ nálgunin reynst betur en ,top down’ þegar um hefðbundnari framleiðslu á vöru er að ræða. Þetta fer þó mikið eftir vinnustaðamenningu, gagnsæi og vinnuhefðum.

Meginstefnan

Hvernig náum við þeim markmiðum sem eigendur hafa sett sér, eins og arðsemi, hagræði og öðrum grundvallarþáttum? Fyrirtæki og stofnanir geta verið með ólíkar áherslur allt eftir tilgangi félagsins. Sem dæmi má nefna viðskiptastefnu, vöru- og þjónustustefnu, upplýsingatæknistefnu og starfsmannastefnu. Þær þurfa allar að vera í takt við  meginstefnu fyrirtækis eða stofnunar.

Viðskiptastefnan
Með hvernig viðskiptaháttum náum við þeirri samkeppnislegu stöðu sem að er stefnt?

Vöru- og þjónustustefnan
Hvaða gæði þarf varan að uppfylla, á hvaða verði og á hvaða tíma?

UT stefnan
Eru kerfin skilvirk, notendavæn, tala saman og að ná tilætluðum árangri? Er hægt að gera betur er varðar sjálfvirkni og tæknistig?

Starfsmannastefnan
Erum við  með þá menningu sem fyrirtækið eða stofnunin þarfnast til að ná árangri? Náum við rétta fólkinu til okkar, erum við að greiða samkeppnishæf laun o.s.frv?

Við getum aðstoðað ykkur við meginstefnuna og/eða aðrar þær stefnur sem þið viljið setja ykkur.