Þetta hefur Helga Katrínardóttir framleiðandi kvikmyndarinnar „Iceland is Best“ að segja um þjónustu Guðnýjar Guðjónsdóttur hjá PROJECTS.

„Guðný veitti ómetanlega ráðgjöf og hjálp við uppsetningu fyrirtækisins, samningagerð og umsókn um endurgreiðslu. Samstarfið gekk mjög vel og það var auðvelt að leita til Guðnýjar sem var ávallt til staðar þrátt fyrir stuttan, og oft á tíðum, engan fyrirvara. Öll vinna var einstaklega faglega unnin þar sem áralöng reynsla skein í gegn, ráðgjöf innihaldsrík og mikil og góð eftirfylgni. Við þökkum gott samstarf og mælum með því að vinna með PROJECTS.“