Fjármála og rekstrarráðgjöf

 

Projects veitir viðskiptavinum fjölþætta fjármála- og rekstrarráðgjöf. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkur og styðjum þá til að taka betri og upplýstari ákvarðanir, bæta rekstur, hámarka arðsemi og ná markmiðum sínum. Við nýtum þekkingu okkar og reynslu til að aðstoða ykkur við að fanga þau tækifæri sem gefast og koma á jákvæðum breytingum.

Fjármögnun verkefna

Ertu með verkefni sem þú þarft að fjármagna? Ráðgjafar PROJECTS aðstoða þig við að finna réttu leiðina til að þitt draumaverkefni hljóti meðbyr og skoða með þér möguleika á fjármögnun. Einnig hvort huga þurfi sérstaklega að fjármögnun fjárstreymis (cash flow financing) eða hvort brúa þurfi bil í fjármögnun (bridge financing). Við getum aðstoðað þig við að sækja um í rétta sjóði og haldið utan um verkefnið eftir þörfum.

Fjármálastjóri til leigu

Þarftu aðstoð við fjármálin en sérð ekki ástæðu til að ráða fjármálastjóra í fullt starf? Þarftu afleysingu vegna veikinda eða fría? PROJECTS býður upp á faglega fjármálaaðstoð þegar þörf er á. Þjónustan er klæðskerasniðin fyrir hvern viðskiptavin.

Mælaborð stjórnendans (Key Performance Indicators)

Þurfa stjórnendur í þínu fyrirtæki að fá gott yfirlit yfir stöðuna á sem stystum tíma? Ráðgjafar PROJECTS greina með þér hvaða stærðir og viðmið skipta þitt fyrirtæki mestu máli og setja það upp á mælaborð sem gefur stjórnendum kost á að fá yfirsýn yfir þjónustu í framlínu, afköst, starfsmannamál og fjárhagslega mælikvarða.

Greiningar, hagræðing og fjárhagsleg endurskipulagning

Þarftu að finna leiðir til að lækka kostnað? Er 20% af þinni þjónustu eða vöru að skila 80% af hagnaði? Sértækar greiningar á rekstrinum og tölulegar upplýsingar hjálpa stjórnendum að ná betri árangri og taka upplýstari ákvarðanir. Þannig geta stjórnendur einbeitt sér að þeim verkefnum sem skila mestum árangri á sem stystum tíma. Við hjá PROJECTS getum aðstoðað þig við að komast að kjarna málsins og aðlaga þitt fyrirtæki að breyttum aðstæðum.

Áætlanagerð

Markviss og raunsæ áætlunargerð krefst skipulagningar, þátttöku, framkvæmdar og eftirfylgni. Ráðgjafar PROJECTS hafa víðtæka reynslu og þekkingu á hinum mörgu þáttum áætlunargerðar. Er þitt líkan að virka fyrir þig? Er mánaðarleg frávikagreining framkvæmd til að fylgja eftir þeim áherslum sem settar hafa verið? Við aðstoðum þig að aðlaga áætlunargerðina að þínum þörfum.