Um Projects ehf

Projects ehf., býður upp á ráðgjöf og þjónustu. Við vinnum með fyrirtækjum og einstaklingum með það að markmiði að ná enn betri árangri. Við bjóðum viðskiptavinum okkar ráðgjöf og verkfæri til að skilgreina tækifæri, hefja framkvæmd og þróa jákvæðar breytingar í krefjandi starfsumhverfi og síbreytilegum markaðsaðstæðum.

Hjá Projects færðu persónulega og vandaða þjónustu sem byggir á trúnaði og faglegum vinnubrögðum.

Glöggt er gests augað - bókaðu fund með Projects og við klæðskerasníðum lausnir til að mæta þörfum ykkar sem best.

Fólkið

 

Guðný Guðjónsdóttir

Guðný er með MBA gráðu í alþjóðaviðskiptum frá San Diego State University og BS gráðu frá University of Nevada í Las Vegas í hótelstjórnun. Síðastliðin tuttugu ár hefur Guðný sinnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum í íslensku atvinnulífi. Guðný  hefur starfað við fjármálastjórnun, fjármögnun, áætlunargerð, hagræðingu, stefnumótun, verkefnastjórnun og kennslu, auk fjölbreyttra mannauðstengdra verkefna. 

Guðný var forstjóri Sagafilm frá 2015-2017, fjármálastjóri Sagafilm frá 2007-2015 og forstöðumaður á fjármálasviði Vodafone frá 2001 til 2007. Fyrir þann tíma starfaði hún í hótelgeiranum til margra ára. Guðný hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, bæði hérlendis sem og á Norðurlöndunum og Bretlandi.

Guðný tekur að sér fjölbreytt fjármála- og rekstrartengd verkefni ásamt verkefnastjórnun svo sem áætlanagerð, fjármögnun verkefna, fjárhagslega endurskipulagningu, greiningu og ferlastjórnun, fjárstýringu, sameiningu fyrirtækja og mælaborð stjórnandans.

Sara D. Baldursdóttir

Sara er viðskiptafræðinemi frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað við fjármál, bókhald og rekstrartengd verkefni hjá Projects síðastliðin ár. Einnig hefur hún haldgóða þekkingu í sölu og markaðsfræði en Sara var framkvæmdastjóri Trix vöruþróunar ehf. um árabil.

Sara tekur að sér bókhald og önnur rekstrartengd verkefni. Einnig sér hún um að setja saman kynningargögn fyrir skapandi hugmyndir sem nýtt eru til frekari kynningar og fjármögnunar verkefna.