Verkefnastjórnun

 

Ráðgjafar Projects nota aðferðafræði í verkefnastjórnun sem felur í sér undirbúning, áætlanagerð, framkvæmd og innleiðingu með öllum þáttum verkefnisins. Með greiningu verkefna í upphafi, köllum við til þá einstaklinga sem hafa hæfni og þekkingu til að tryggja betri árangur. Þannig getum við aðstoðað viðskiptavini okkur að ná fram markmiðum verkefnisins innan tíma- og kostnaðaráætlana, hvort sem um er að ræða smá eða stór verkefni.

Undirbúningur

Við greinum umfang verkefnis, kostnað og tímamörk í samvinnu við ykkur. Gott er að skýra markmið og væntan árangur og setja saman rétt teymi.

Áætlanagerð

Hér er okkar hlutverk að skilgreina ábyrgðaraðila og tímamörk á hverjum verkþætti. Tekin er ákvörðun  um hvaða aðferðir henti til að framkvæmd verkefnisins verði sem skilvirkust.

Framkvæmd

Við höldum utan um að hver aðili skili sínum verkþætti innan tímamarka, tryggjum virkt samstarf milli aðila, aðstoðum við vanda sem upp kann að koma og gerum grein fyrir framvindu verkefnis. Lykilatriði í velheppnuðum verkefnum er að vel sé að samskiptum staðið.

Verkefnaskil

Að lokum förum við yfir framgang verkefnis og verkþætti. Mikilvægur lærdómur felst í að líta til baka og fara yfir hvernig til tókst, hvað gekk vel og hvað hefði getað farið betur. Niðurstöður eru kynntar og afhentar viðkomandi aðila innan vinnustaðarins.